Önnur þeirra sem lést er úr Keflavík
Konurnar tvær sem létust þegar fólksbifreið og jeppi lentu í árekstri um kílómetra sunnan við bæinn Syðri-Bægisá í Hörgárbyggð í gærdag, hétu Halldóra Árnadóttir og Edda Sólrún Einarsdóttir. Halldóra var 63 ára gömul og til heimilis að Kvistagerði 2 á Akureyri. Halldóra lætur eftir sig eiginmann og fjóra uppkomna syni. Edda Sólrún var 49 ára gömul og til heimilis að Baldursgötu 10 í Reykjanesbæ. Hún lætur eftir sig tvo uppkomna syni.
Mynd: Úr Hörgárdal.