Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Öndunarvélin komin í hús
Mánudagur 5. júlí 2010 kl. 09:50

Öndunarvélin komin í hús

Eins og við greindum frá fyrir nokkru hóf Þorbjörg Elín Fríðhólm Friðriksdóttir söfnun fyrir nýrri ytri öndunarvél sem hún ætlar að gefa Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þorbjörg er sjúklingur með langvinna lungnaþembu. Hún hefur þurft að styðjast mikið við ytri öndunarvél í baráttu sinni við sjúkdóminn.

Söfnun Þorbjargar gekk vonum framar og nú er öndunarvélin komin í hús hjá Heilbrigðisstofun Suðurnesja en áður en söfnunin hófst var aðeins eitt slíkt tæki til hjá HSS. Vélin verður formlega afhent á morgun. Nánar þá um söfnunarátakið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024