Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Öndun ökumanns ekki fersk sem fjallaloft!
Mánudagur 19. ágúst 2002 kl. 18:38

Öndun ökumanns ekki fersk sem fjallaloft!

Ökumaður bifreiðarinnar sem valt á Sandgerðisvegi í morgun er grunaður um ölvun. Veltan átti sér stað skammt vestan við afleggjarann að Byrginu. Að sögn lögreglunnar endastakkst bifreiðin út í móa og var ökumaður hennar fluttur á sjúkrahús í Keflavík til skoðunar. Hann kvartaði undan verkjum í baki eftir ófarirnar.Að sögn lögreglu var blóðsýni tekið til rannsóknar vegna gruns um ölvun við akstur en öndun ökumanns mun ekki hafa verið fersk sem fjallaloft!


Myndin: Bílar fara oft illa í veltum. Ljósmynd úr safni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024