Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ómerkt umferðareyja veldur skemmdum
Föstudagur 12. nóvember 2004 kl. 11:17

Ómerkt umferðareyja veldur skemmdum

Ökumaður sem átti leið sína um Hafnargötu í morgun lenti í þeirri miður skemmtilegu reynslu að keyra á kant umferðareyju sem sást mjög illa sökum þess að nýfallinn snjór lá yfir öllu.

Engar merkingar eru enn komnar upp á eyjunum á götunni þannig að erfitt var að greina þær. „Þetta sést nú ekki svo vel fyrir og myrkrið og snjórinn var ekki til að bæta það,“ sagði ökumaðurinn í samtali við Víkurfréttir.

Felgan á framhjóli bifreiðarinnar skemmdist nokkuð og stórt gat kom á dekkið sem er ónýtt eftir atganginn.

Lögreglan sagði að búast hefði mátt við slíku en þeir hefðu þó ekki fengið aðrar tilkynningar um slíkt. Skoða þyrfti þessi mál til að koma í veg fyrir að fleiri biðu skaða af.

Viðar Már Aðalsteinsson, forstöðumaður Umhverfis og skipulagssviðs Reykjanesbæjar, staðfesti við Víkurfréttir að þeir hefðu vitað af þessu vandamáli. Bæjarstarfmenn væru þegar farnir að útbúa skiltin og bjóst hann við því að þau yrðu sett upp strax eftir helgi.
VF-mydir/Þorgils 1:Umferðareyjan var undir snjó og því erfitt að greina hana. 2: felgan skemmdist nokkuð og dekkið er ónýtt eftir atvikið
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024