Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

OMAM á toppi iTunes
Föstudagur 12. júní 2015 kl. 10:52

OMAM á toppi iTunes

Önnur breiðskífa Of Monsters and Men Beneath The Skin náði 1. sæti á metsölulista allra platna á iTunes í gær. Fyrr í vikunni kom sveitin fram í tveimur af stærstu þáttum Bandaríkjanna, Good Morning America á ABC og The Tonight Show with Jimmy Fallon og fluttu þau lagið Crystals.

Á heimasíðu Of Monsters and Men geta aðdáendur nú útbúið sína eigin útgáfu af Beneath The Skin plötuumslagi. Hér.

Beneath The Skin er nú komin út um allan heim og verður sveitin á tónleikaferðalagi það sem eftir er árs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024