Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Olympíufarar frá Njarðvík
Miðvikudagur 23. júlí 2008 kl. 11:38

Olympíufarar frá Njarðvík

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eðvarð Þór Eðvarðsson, fyrrum Olympíufari, var einn gestana í kveðjuhófi sem haldið var til heiðurs Árna Má og Erlu Daggar á heimili foreldra Erlu í Lágmóanum.
Edda, móðir Erlu Daggar benti fréttamanni á að Eðvarð Þór bjó í sömu götu og Erla Dögg, Lágmóanum, þegar hann fór á Olympíuleikana í Seoul 1988. Eðvarð Þór keppti þá í 100m baksundi, 200m baksundi og 200m fjórsundi.
Eðvarð sagði í hófinu að Ragnheiður Runólfsdóttir, fyrrum Olympíufari og sundkona frá Akranesi, hefði einnig verið tengd Lágmóanum því hún borðaði oft heima hjá þeim þegar hún stundaði nám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og æfði með Eðvarði Þór.

Árni Már Árnason unnusti Erlu Daggar og Olympíufari er úr Mosfellsbæ en býr nú í Njarðvík. Hann hefur æft með ÍRB í eitt ár undir handleiðslu Steindórs Gunnarssonar, þjálfara.

Erla Dögg sagði að undirbúningurinn hjá þeim báðum hefði gengið vel og nú væri áríðandi að verða ekki lasinn eða fá pest til að allt gangi upp.

Það verður gaman að fylgjast með ferðalagi þeirra næsta mánuðinn en þau fara utan föstudaginn 25.júlí og koma heim 27.ágúst.

Mynd/IngaSæm