Ölvunar- og hraðakstur
Tæplega tvítugur ökumaður sem ók Grindavíkurveg um helgina mældist á 132 kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund.
Þá voru tveir ökumenn voru færðir á lögreglustöð á Suðurnesjum um helgina, grunaðir um ölvun við akstur. Annar þeirra laumaðist undan stýri og í aftursæti bifreiðarinnar, en það dugði ekki til því lögreglumenn sáu til hans. Loks voru tveir ökumenn stöðvaðir því þeir voru ekki í öryggisbelti.