Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ölvun og ökuhraði ferðamanna kostar þá mikla peninga
Föstudagur 9. nóvember 2018 kl. 10:37

Ölvun og ökuhraði ferðamanna kostar þá mikla peninga

Lögreglan er að „hala inn“ talsverðar tekjur í ferðamönnum sem koma hingað til lands. Erlendur ferðamaður sem ók Reykjanesbrautina í vikunni mældist á 141 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Hraðaksturinn kostaði hann 210 þúsund krónur.

Fáeinir ökumenn til viðbótar voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum, þar á meðal annar ferðamaður sem jafnframt var grunaður um ölvunarakstur en samkvæmt áfengismæli var hann undir mörkum. Þriðji ferðamaðurinn kom svo við sögu hjá lögreglu vegna ölvunaraksturs. Hann var að koma frá Reykjavík og ók áleiðis að Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar hann var stöðvaður. Honum var gert að greiða 180 þúsund í sekt þar sem mikið áfengismagn mældist í honum.

Í þremur umferðaróhöppum sem áttu sér stað í umdæminu í vikunni stungu svo tjónvaldar af frá vettvangi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024