Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 10. mars 2003 kl. 09:17

Ölvuðum Varnarliðsmanni rann í skap

Fyrir helgi var tilkynnt að farið hafi verið inn í ólæst hús í Sandgerði er íbúar þess voru ekki heima og þaðan stolið leikjatölvu af gerðinni Playstation II og 8-9 leikjum, minniskorti og einum DVD disk. Ekki er vitað hver þarna var að verki. Þá var tilkynnt um mann sem var að grýta flöskum utan við veitingahús í Grófinni. Þar var á ferðinni Varnarliðsmaður sem hafði runnið í skap. Meðfylgjandi er dagbók lögreglunnar fyrir síðustu viku.Mánudagur 3. mars 2003 dagvakt

Afskipti voru höfð af einum ökumanni í Njarðvík vegna stöðvunarskyldubrots. Fjórir ökumenn voru stöðvaðir á Reykjanesbraut vegna hraðaksturs. Voru þeir allir stöðvaðir þar sem hámarkshraði er 90 km. Mælingar voru eftirfarandi: 112 km, 114 km, 122 km, og 126 km.
Kl. 21.09 var tilkynnt um bifreið á Reykjanesbraut sem rásaði þar á milli kanta. Lögreglumenn stöðvuðu bifreiðina skömmu síðar og er ökumaður hennar grunaður um akstur undir áhrifum lyfja.
Kl. 00.45 var tilkynnt um mann að grýta flöskum fyrir utan Strikið. Var þetta ölvaður varnarliðsmaður sem hafði runnið í skap.
Einn ökumaður var kærður fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu.

Þriðjudagur 4. mars 2003 dagvakt.

Kl. 15:02 var tilkynnt að ekið hafi verið á karrýgula Toyota Corolla bifreið í gærkvöldi og tjónvaldur ók á brott. Atburðurinn átti sér stað utan við Selið á Vallarbraut í Njarðvík. Allt bendir til þess að tjónvaldur hafi verið að rauðri bifreið. Málið er í rannsókn.
Í dag var einn ökumaður kærður fyrir stöðvunarskyldubrot, einn fyrir að leggja ólöglega. Eigendur þriggja bifreiða voru kærðir fyrir vanrækslu á aðalskoðun bifreiða sinna.
Tíu ökumenn voru kærðir á Reykjanesbraut í dag fyrir hraðakstur. Sá sem hraðast fór var á rúmlega 150km hraða þar sem hámarkshraði er 90km.

Miðvikudagurinn 5. mars 2003

Í dag voru 5 eigendur bifreiða kærðir fyrir að leggja bifeiðum sínum þar sem óheimilt er að leggja þeim.
Tveir ökumenn voru kærðir fyrir að aka of hratt á Reykjanesbraut þar sem er 90 km hámarkshraði. Annar ók á 114 km hraða og hinn á 123 km hraða.
Kl. 17:38 var tilkynnt að farið hafi verið inn í ólæst hús í Sandgerði er íbúar þess voru ekki heima og þaðan stolið leikjatölvu af gerðinni Playstation II og 8-9 leikjum, minniskorti og einum DVD disk. Ekki er vitað hver þarna var að verki.

Fimmtudagurinn 6. mars 2003

Í dag voru 11 eigendur bifreiða kærðir fyrir að leggja bifreiðum sínum þar sem óheimilt er að leggja þeim.
Tveir ökumenn voru í dag kærðir fyrir að vera ekki með spennt bílbelti við aksturinn.
Þá var einn ökumaður kærður fyrir að halda á farsíma sínum er hann var að tala í hann er hann ók bifreið sinni. Það mun vera 5000 kr. sekt.
Kl. 08:09 var tilkynnt að bifreið hafi verið stolið við heimili eiganda hennar s.l nótt. Bifreiðin er að gerðinni Mitsubishi Galant grá að lit, árgerð 1988. Bifreiðin var ólæst. Bifreiðin fannst á föstudagsmorgun vestan við fiskverkunarhús Hóps við Ægisgötu í Grindavík. Framrúða bifreiðarinnar var brotin og einhverjar skemmdir framan á henni.
Þrír minniháttar árekstrar urðu milli bifreiða í umdæmi lögreglunnar í Keflavík í dag.

Dagbók helgarinnar er væntanleg síðar í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024