Ölvuðum 15 ára dreng ekið heim undir morgun
Lögregla var kvödd að Dussgötu í Keflavík upp úr kl. 03:00 aðfararnótt laugardags vegna slagsmála sem reyndar voru yfirstaðin þegar lögreglan kom þangað. Þá var lögreglan kvödd að skemmtistaðnum Strikinu í Keflavík vegna líkamsárásar þar utandyra um kl. 06:00. Þaðan var einn maður fluttur á sjúkrahús með áverka í andliti auk þess sem einum 15 ára ölvuðum dreng var ekið heim. Ekki lá fyrir hvort sá hafði komið við sögu í slagsmálum þeim sem þar áttu sér stað.