Ölvuð úti að aka
Minnstu munaði að stórslys yrði á Reykjanesbrautinni sl. föstudagskvöld. Mikil umferð var á brautinni og var lögreglan þar á venjubundnu eftirliti þegar hún mætti röð bíla sem voru á leið suður til Keflavíkur. Skyndilega sveigir einn bíllinn út úr röðinni og fer yfir á öfugan vegarhelming og stefnir beint á lögreglubílinn. Ökumaður hans var fljótur að átta sig og náði að komast hjá hörðum árekstri með því að aka út á vegkant. Ökuníðingurinn náðist skömmu síðar og þá kom í ljós að hún var í annarlegu ástandi og hefði alls ekki átt að setjast undir stýri.