Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ölvuð og dópuð ók mjög ógætilega á vespu
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
þriðjudaginn 18. júní 2019 kl. 11:39

Ölvuð og dópuð ók mjög ógætilega á vespu

- og ferðamaður greiddi 157.000 króna hraðasekt

Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum dögum kært á annan tug ökumanna fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 150 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Um var að ræða erlendan ferðamann sem þurfti að greiða 157.500 krónur í sekt.

Í fréttaskeyti frá lögreglu segir einnig frá því að höfð voru afskipti af ökumanni sem ók mjög ógætilega á vespu. Viðkomandi reyndist vera svipt ökuréttindum, auk þess sem hún játaði áfengisneyslu og var grunuð um neyslu fíkniefna. Konan var handtekin og færð á lögreglustöð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Enn einn ökumaðurinn framvísaði ökuskírteini í viðræðum við lögreglumenn. Við athugun kom í ljós að sá hinn sami hafði verið sviptur ökuréttindum fyrir löngu en ekki skilað skírteininu inn. Það var því haldlagt.

Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af nokkrum bifreiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar.