Ölvaður ökuþór ók utan í lögreglubifreið
Lögreglan á Suðurnesjum handók snemma í morgun mjög ölvaðan ökumann eftir nokkra eftirför um götur Reykjanesbæjar en ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og ók utan í lögreglubifreiðina við eftirförina. Nokkrar skemmdir urðu á báðum bifreiðunum. Ökumaðurinn, sem reyndist vera sviptur ökuréttindum, gistir nú fangageymslur lögreglunnar og bíður yfirheyrslu þegar rennur af honum áfengisvíman.
Tveir ökumenn voru í nótt teknir grunaðir um ölvun við akstur. Annar þeirra er einnig grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.