Ölvaður ökumaður velti bílnum

Ökumaður sem velti bifreið sinni á Reykjanesbraut við Kúagerði um helgina viðurkenndi að hafa verið ölvaður við aksturinn. Áður en hann missti stjórn á bifreiðinni hafði hann ekið utan í aðra bifreið sem hann var að aka fram úr með þei m afleiðingum að hans bifreið snérist á veginum, fór rúmlega eina veltu og endaði á hliðinni milli akbrautanna. Engin slys urðu á fólki .
 
Þá varð umferðaróhapp á Vogavegi þar sem bifreið var ekið inn í hlið annarar bifreiðar. Annar ökumannanna var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og bifreið hans fjarlægð með dráttarbifreið.
 
Ökumaður féll af bifhjóli sínu á Stafnesvegi þegar hann missti stjórn á því í beygju. Hann var einnig fluttur með sjúkrabifreið á HSS en meiðsl hans voru ekki talin alvarleg.