Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ölvaður ökumaður reyndi að stinga lögreglu af
Laugardagur 2. desember 2006 kl. 14:02

Ölvaður ökumaður reyndi að stinga lögreglu af

Lögreglan í Keflavík reyndi að stöðva ökumann á Reykjanesbraut í nótt en hann hafði verið mældur á 132 km hraða á klukkustund. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum og ók áfram vestur Reykjanesbraut. Skammt vestan við Grindavíkurafleggjara var önnnur lögreglubifreið sem mældi hraða bifreiðarinnar. Var hann þá komin í rúmlega 140 km/klst. Ökumaður jók enn hraðann en náðist loks á Aðalgötu í Keflavík. Lögreglan þurfti að færa hann í handjárn vegna óláta og flytja á lögreglustöð en maðurinn var ölvaður.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024