Ölvaður ökumaður endaði á steinvegg eftir eltingarleik við lögreglu
Aðfaranótt sunnudags ók maður undir áhrifum áfengis á ofsahraða um götur Sandgerðis með lögregluna á hælum sér.
Þrír lögreglubílar eltu hinn ölvaða ökumann sem keyrði að lokum á skilti og endaði á steinvegg við Túngötuna. Ökumaðurinn tók þá á rás og reyndi að stinga lögregluna af, en náðist skömmu síðar. Ökumaðurinn slapp við meiðsli, en bíllinn er talsvert skemmdur. Vefsíðan 245.is greinir frá þessu.
Myndir: Smári/245.is