Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 21. október 1999 kl. 23:47

ÖLVAÐUR ÖKUMAÐUR Á STOLNUM BÍL

Lögreglan í Keflavík fékk tilkynningu um ölvaðan ökumann í Sandgerði s.l. föstudag. Maðurinn var fannst eftir nokkra leit og fór yfir í lögreglubifreiðina til viðtals. Á meðan rann jeppinn, sem hann hafði ekið, mannlaus á stóra hurð hjá Haraldi Böðvarssyni. Að upplýsingatöku lokinni kom í ljós að ökumaðurinn hafði tekið bifreiðina ófrjálsri hendi og sjálfur var hann ökuréttindalaus, enda aðeins 16 ára gamall. Haft var samband við barnaverndaryfirvöld og eiganda bifreiðarinnar, sem kom að vörmu spori og sótti ökutækið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024