Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ölvaður ók í gegnum grindverk
Mánudagur 28. desember 2015 kl. 14:25

Ölvaður ók í gegnum grindverk

Lögreglan á Suðurnesjum hafði yfir hátíðisdagana afskipti af nokkrum ökumönnum vegna gruns um ölvun við akstur. Einn þeirra, sem reyndist verulega  ölvaður ,hafði ekið í gegnum grindverk í Keflavík áður en lögregla tók hann úr umferð.

Annar, sem stöðvaður var á Þórustíg, reyndist vera svo ölvaður að hann hélt ekki jafnvægi og dottaði öðru hvoru í viðræðum við lögreglumenn í lögreglubifreið. Hann var að auki sviptur ökuréttindum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024