Ölvaður ók á staur
Ökumaður sem ók niður ljósastaur á Reykjanesbraut um helgina játaði ölvunarakstur. Hann slapp við meiri háttar meiðsl en bifreiðina sem hann ók varð að fjarlægja með dráttarbifreið.
Þá voru nokkrir ökumenn kærðir fyrir hraðakstur og mældist sá sem hraðast ók á 145 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Fáeinir voru teknir úr umferð vegna gruns um vímuefnaakstur.