Ölvaður ók á og stakk af
Þrír til viðbótar teknir fyrir of hraðan akstur.
Lögreglan á Suðurnesjum hafði um helgina afskipti af tveimur ökumönnum sem voru ölvaðir undir stýri. Annar þeirra viðurkenndi akstur undir áhrifum áfengis og einnig að hafa ekið á kyrrstæða bifreið og stungið af.
Þá voru tveir til viðbótar kærðir fyrir of hraðan akstur. Annar þeirra mældist á 122 km. hraða á Garðvegi, þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund. Hinn ók á 82 km. hraða eftir Ægisgötu í Reykjanesbæ þar sem hámarkshraði er 50 km. á klukkustund.