Ölvaður og sofandi í bifreið sinni
Um fimmleitið í nótt handtók Lögreglan í Keflavík mann sem var sofandi í bifreið sinni á vegarslóða sem liggur út af Garðvegi við Gufuskála. Bifreiðin var í gangi og maður sofandi í henni. Þegar lögreglumenn vöktu manninn reyndist hann undir greinilegum áhrifum áfengis. Að lokinni blóð- og þvagsýnistöku var maðurinn færður í fangageymslu.