Ölvaður og réttindalaus á bíl í slagsmálum við lögreglu
Lögreglan hafði afskipti af ölvuðum og réttindalausum ökumanni á Reykjanesbraut í gærkvöldi. Maðurinn og kona, sem var farþegi í bílnum, voru á leið úr Vogum áleiðis til Reykjavíkur þegar lögreglan stöðvaði bifreiðina.
Eitthvað var maðurinn viðskotaillur við afskipti lögreglunnar og réðist hann að einum lögreglumanninum. Var maðurinn handtekinn á staðnum og færður í fangageymslu en auk þess að vera ölvaður reyndist hann vera réttindalaus.
Eitthvað var maðurinn viðskotaillur við afskipti lögreglunnar og réðist hann að einum lögreglumanninum. Var maðurinn handtekinn á staðnum og færður í fangageymslu en auk þess að vera ölvaður reyndist hann vera réttindalaus.