Ölvaður og ók á ljósastaur
Enn og aftur sannast hið margkveðna máltæki, eftir einn ei aki neinn. Tilkynning barst til lögreglunnar í Keflavík frá ögreglunni í Hafnarfirði, eldsnemma á laugardagsmorgun, um að maður hefði ekið á ljósastaur í Kúagerði og væri á leið til Keflavíkur. Maðurinn var jafnframt grunaður um ölvun. Hann var handtekinn og færður í fangageymslur lögreglunnar í Keflavík og yfirheyrður þegar hann var búinn að sofa úr sér. Bifreið hans var töluvert skemmd og var hún flutt af slysstað með dráttarbíl.