Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Þriðjudagur 7. mars 2000 kl. 18:01

Ölvaður og ók á ljósastaur

Enn og aftur sannast hið margkveðna máltæki, eftir einn ei aki neinn. Tilkynning barst til lögreglunnar í Keflavík frá ögreglunni í Hafnarfirði, eldsnemma á laugardagsmorgun, um að maður hefði ekið á ljósastaur í Kúagerði og væri á leið til Keflavíkur. Maðurinn var jafnframt grunaður um ölvun. Hann var handtekinn og færður í fangageymslur lögreglunnar í Keflavík og yfirheyrður þegar hann var búinn að sofa úr sér. Bifreið hans var töluvert skemmd og var hún flutt af slysstað með dráttarbíl.
Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25