Ölvaður og dópaður velti bíl
Ölvaður ökumaður velti bifreið sinni í Keflavík um helgina. Fór bifreiðin tvær veltur og stöðvaðist á hjólunum. Maðurinn, sem reyndar var ökuréttindalaus, var nýbúinn að festa kaup á bílnum.
Hann bauð félaga sínum með í reynsluakstur og þegar hann hafði komið bifreiðinni upp í um hundrað kílómetra hraða fór framhjól hennar út fyrir vegaröxl með ofangreindum afleiðingum.
Ökumaðurinn og farþeginn voru ferjaðir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Annar þeirra reyndist aðeins hafa hlotið skrámur. Hinn slapp ómeiddur. Þeir voru síðan færðir á lögreglustöð, þar sem sýnatökur staðfestu að ökumaðurinn hafði neytt amfetamíns og metamfetamíns. Farþeginn hafði neytt amfetamíns og kannabisefna. Sá síðarnefndi framvísaði einnig kannabisefni sem hann var með í rassvasanum.
Skráningarnúmer voru klippt af bifreiðinni þar sem hún var mikið skemmd eftir atvikið og að auki ótryggð.