Ölvaður og án ökuréttinda
Ökumaður bifreiðar var stöðvaður í Reykjanesbæ í gærkvöldi og reyndist sá vera sviptur ökuréttindum og þá er hann grunaður um ölvun við akstur. Rólegt var á næturvaktinni hjá lögreglumönnum á Suðurnesjum en þeir þurftu þó að sinna einu ölvunarútkalli.