Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ölvaður með ungt barn í bílnum
Mánudagur 7. september 2015 kl. 14:56

Ölvaður með ungt barn í bílnum

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði nokkra ökumenn um helgina, sem ýmist óku undir áhrifum vímuefna eða án ökuréttinda, nema hvoru tveggja væri.

Einn þeirra sem stöðvaður var reyndist vera ölvaður og með ungt barn í framsæti bifreiðarinnar. Hann viðurkenndi að hafa neytt áfengis og var fluttur, ásamt barninu, á lögreglustöð.

Þá viðurkenndi hann að hafa misst ökuréttindi sín og að hann vissi að hann væri enn sviptur. Aðstandandi sótti barnið og var barnaverndaryfirvöldum gert viðvart.

Annar ofangreindra ökumanna var ekki með ökuréttindi, ók undir áhrifum fíkniefna og var einnig með efni í bifreið sinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024