Ölvaður í hraðakstri á torfæruhjóli
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í gær akstur karlmanns á fertugsaldri sem ók torfæruhjóli langt yfir leyfilegum hraða á Sandgerðisvegi. Mældist hjólið vera á 122 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km. á klukkustund. Maðurinn bar einkenni ölvunar og var því handtekinn og færður á lögreglustöð. Þar var hann sviptur ökuréttindum. Tíu ökumenn til viðbótar reyndust aka yfir leyfilegum hámarkshraða við umferðareftirlit lögreglunnar um helgina.
Mynd úr safni.