Ölvaður hestamaður tekinn á Reykjanesbraut
Lögreglan í Reykjanesbæ afstýrði slysi þegar hún stöðvaði drukkinn hestamann á Reykjanesbraut seint að kvöldi síðastliðins laugardags. Hestamaðurinn var á hrossum sinum á vegöxl hraðbrautarinnar og fór mikinn. "Lögreglumenn óku manninn uppi þar sem þeim þótti reiðlagið einkennilegt," segir Jóhannes Jensson rannsóknarlögreglumaður í Reykjanesbæ. "Létu þeir hann blása í blöðru og kom þá í ljós að hann var verulega undir áhrifum. Þetta er að sjálfsögðu stórhættulegt."
Á meðan hestamaðurinn blés í blöðru lögreglunnar fældist einn hestanna og hljóp út á hraðbrautina. Náðist hann fljótt og urðu engin slys. Í framhaldinu var haft samband við aðstandanda mannsins sem tók að sér hross og knapa með loforði um að ekkert yrði af frekari útreiðum mannsins þann daginn.
"Ég vil þó taka fram að hestamen eru almennt farnir að haga sér betur nú en áður var þegar við sátum oft uppi með heilu hópreiðarnar vegna ölvunar," segir Jóhannes Jensson.
Frétt af Vísir.is
Á meðan hestamaðurinn blés í blöðru lögreglunnar fældist einn hestanna og hljóp út á hraðbrautina. Náðist hann fljótt og urðu engin slys. Í framhaldinu var haft samband við aðstandanda mannsins sem tók að sér hross og knapa með loforði um að ekkert yrði af frekari útreiðum mannsins þann daginn.
"Ég vil þó taka fram að hestamen eru almennt farnir að haga sér betur nú en áður var þegar við sátum oft uppi með heilu hópreiðarnar vegna ölvunar," segir Jóhannes Jensson.
Frétt af Vísir.is