Laugardagur 4. mars 2006 kl. 11:14
Ölvaður gisti fangageymslur
Ölvaður maður gisti fangageymslur lögreglunnar í Keflavík í nótt eftir að lögreglan hafði verið kölluð að skemmtistað í Reykjanesbæ vegna ölvunar og ónæðis í manninum.
Ekki reyndist unnt að fara með manninn heim sökum ástands hans og þurfti hann að gista fangageymsluna uns víman rynni af honum.