Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ölvaður flugfarþegi handtekinn
Farþeginn var ógnandi í framkomu við fólk í brottfararsal í Flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Mynd úr safni Víkurfrétta.
Miðvikudagur 3. maí 2017 kl. 15:13

Ölvaður flugfarþegi handtekinn

Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina ölvaðan farþega í brottfararsal í Flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að farþeginn hafi verið ógnandi í framkomu við fólk á svæðinu. Þegar lögreglumenn komu á vettvang reyndist farþeginn vera í annarlegu ástandi og óviðræðuhæfur. Hann var því handtekinn og færður á lögreglustöð.

Þá var tveimur farþegum meinað að fara um borð í flug frá Keflavíkurflugvelli þar sem grunur lék á að þeir væru undir áhrifum fíkniefna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024