Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 5. janúar 2004 kl. 08:42

Ölvaður festi stolinn bíl í skafli

Tilkynnt var um að bifreið væri föst í skafli á mótum Norðurvalla og Eyjavalla og ökumaður bifreiðarinnar hafi hlaupið á brott frá bifreiðinni sem var í gangi. Þetta átti sér stað á laugardagsmorgun. Lögreglumenn fóru á staðinn og ræddu þar við sjónarvotta sem gáfu góða lýsingu á manni þessum. Ökumaðurinn sem er grunaður um að hafa tekið bifreiðina ófrjálsi hendi þar sem hún stóð við hús á Vesturgötu og að vera undir áhrifum áfengis. Hann var síðan handtekinn á heimili sínu skömmu síðar.  
Síðdegis á laugardag var tilkynnt að farið hafi verið inn í bifreið við Vesturgötu þá um nóttina og teknir þar geisladiskar og smáhlutir. Sami maður er grunaður um að hafa farið inn í bifreiðina og tekið bifreið við Vesturgötu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024