Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ölvaður ferðamaður undir stýri
Fimmtudagur 27. desember 2018 kl. 16:30

Ölvaður ferðamaður undir stýri

Erlendur ferðamaður sem ók Reykjanesbrautina áleiðis til Keflavíkur í morgun reyndist vera undir áhrifum áfengis þegar lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði för hans. Maðurinn var á leið í flug, en var handtekinn og færður á lögreglustöð. Honum var gert að greiða nær 130 þúsund í sekt auk málskostnaðar.
 
Þá hafa nokkrir ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 159 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Annar sem ók á 131 km hraða, einnig þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund, var með fjögurra ára barn í bílnum sem var ekki í barnabílstól.
 
Jafnframt voru fáeinir teknir úr umferð vegna gruns um ölvunar- og/eða fíkniefnaakstur. Einn þeirra var með umtalsvert magn af meintum kannabisefnum í bifreiðinni og annar hafði aldrei öðlast ökuréttindi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024