Föstudagur 17. febrúar 2006 kl. 09:26
Ölvaður fékk gistingu hjá lögreglu
Lögregla tók undir væng sinn mjög ölvaðan mann sem var á gangi á Hafnargötu í Keflavík um fimmleytið í nótt. Hann var mjög ráðvilltur sökum ölvunar og fékk hann að gista fangageymslu lögreglunnar þar til af honum rann víman.