Ölvaður fastur í skafli
Börn reyndu að hjálpa.
Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af tveimur ökumönnum í gærmorgun vegna gruns um ölvun við akstur. Annar ökumannanna vakti athygli lögreglu því bíll hans var fastur í skafli og krakkar að reyna að ýta honum. Þegar lögreglumenn höfðu tal af ökumanninum lagði áfengisþef frá honum og þar með var akstur hans stöðvaður.
Bifreiðin sem hinn ökumaðurinn ók rásaði verulega á veginum þegar lögreglumenn mættu henni. Ökumaðurinn kvaðst hafa drukkið nokkra bjóra fyrir aksturinn.