Ölvaðir ökumenn valdir að tveimur umferðaróhöppum
Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar í dag. Ökumenn sem valdir voru að tveim af þessum óhöppunum voru grunaðir um ölvun við akstur. Annar þeirra gistir fangageymslu og verður tekin af honum skýrsla þegar hann hefur sofið úr sér áfengisvímuna. Eignatjón var töluvert í þessum óhöppum og þá var einn aðili fluttur til læknisskoðunar en meiðsl hans voru ekki talin alvarleg.