Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 24. maí 2000 kl. 18:47

Ölvaðir ökumenn á ferð

Tveir ölvaðir ökumenn voru handteknir í síðustu viku. Annar var gómaður þegar hann ók aftan á aðra bifreið á rauðu ljósi á mótum Aðalgötu og Hringbrautar sl. miðvikudag. Hinn var hirtur á Reykjanesbrautinni sl. sunnudag. Árvökulir vegfarendur tilkynntu lögreglu um rásandi ökulag og þegar maðurinn var stöðvaður var hann sýnilega undir áhrifum áfengis. Lögreglan er nú með sérstakt átak í gangi varðandi eftirvagna og skoðun en aðrir hlutir eru einnig til athugunar. Nokkrir hafa verið kærðir fyrir að vera enn með nagladekk, níu fyrir að vanrækja skoðun og þrír fyrir að vera ekki með öryggisbelti.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024