Ölvaðir menn réðust að lögreglu
Aðfaranótt sunnudagsins kl. 04:54 þegar lögreglumenn úr Keflavík stöðvuðu bifreið í Sandgerði þar sem þeir höfðu ökumanninn grunaðan um ölvun við akstur. Þegar bifreiðin hafði verið stöðvuð og lögreglumenn hugðust ræða við ökumann réðust að þeim þrír mikið ölvaðir menn og reyndu að hindra lögreglumennina í starfi sínu.Mennirnir voru handteknir og færðir í fangageymslur lögreglunnar í Keflavík





