Ölvaðir í árekstri
Harður árekstur varð á Sandgerðisvegi á fjórða tímanum í nótt þegar tvær bifreiðar skullu saman. Um er að ræða jeppa og fólksbifreið sem ekið var í gagnstæðar áttir. Ökumaður fólksbifreiðarinnar meiddist lítillega en ökumaður og farþegi jeppabifreiðarinnar sluppu ómeiddir.
Þeir síðarnefndu voru mjög ölvaðir að sögn lögreglu. Þeir voru handteknir og færðir til fangageymslu. Bílarnir voru mikið skemmdir og varð að fjarlægja þá með dráttarbifreið.
VF-mynd: Úr safni