Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ölvaðar konur á reiðhjólum
Þessir voru alsgáðir í umferðinni.
Föstudagur 19. apríl 2013 kl. 13:59

Ölvaðar konur á reiðhjólum

Lögreglunni á Suðurnesjum barst í vikunni tilkynning þess efnis að tvær konur virtust vera ölvaðar á ferðinni á reiðhjólum sínum í umdæminu. Ættu þær erfitt með að hjóla og sýndust annað slagið vera að detta.

Þegar lögreglumenn fundu konurnar reyndust þær vera af erlendu bergi brotnar og því ekki alveg með á nótunum um hvað væri leyfilegt í umferðinni hér á landi og hvað ekki. Höfðu þær, þegar þarna var komið sögu, verið búnar að gefast upp á jafnvægiskúnstum sínum og leiddu reiðhjólin. Því þótti ekki ástæða til að hafa frekari afskipti af þeim.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024