Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ólukkudagur í umferðinni
Fimmtudagur 5. október 2006 kl. 09:03

Ólukkudagur í umferðinni

Skömmu fyrir kl. 08 í gærmorgun varð árekstur á gatnamótum Njarðarbrautar og Fitjabakka í Njarðvík. Þurfti að fjarlægja aðra bifreiðina með dráttarbifreið.
Um klukkustund síðar varð það óhapp á hringtorginu á gatnamótum Hafnargötu og Aðalgötu þegar flutningabifreið ók þar utan í tvo ljósastaura.
Í hádeginu í gær varð svo árekstur á gatnamótum Iðavalla og Aðalgötu.
Síðdegis í gær varð það óhapp á gatnamótum Hafnargötu og Flugvallavegar að bifreið varð þar ekið á akstursstefnumerki.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024