Ólögleg samkoma stöðvuð
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði um helgina ólöglega samkomu í samkomuhúsinu í Sandgerði. Ungmennum undir lögaldri hafði, ásamt öðrum eldri, boðist að kaupa sig inn á skemmtunina og þiggja síðan veitingar á staðnum, áfengar sem óáfengar. Sá sem varð fyrir svörum, er lögreglu bar að garði, tjáði henni að þarna væri verið að halda upp á afmæli, en afmælisbarnið væri reyndar ekki á staðnum.
Þá væri hópur tökufólks að taka upp tónlistarmyndband við þetta tækifæri. Þar sem ekki hafði verið sótt um leyfi fyrir skemmtuninni, en um leyfisskylda starfsemi var að ræða, var ungmennunum gert að slíta samkomunni, sem þau og gerðu.