ÖLÓÐUR MAÐUR SPARKAÐI Í ANDLIT LÖGREGLUMANNS
Ölóður maður sparkaði í andlit lögreglumanns í síðustu viku. Lögreglan var kölluð að húsi einu í Keflavík vegna ölvunarláta og ónæðis. Mikið ölvaður maður kom til dyra og meinaði lögreglumönnum að tala við húsráðanda sem var innan dyra. Þá brutust út átök milli hins ölvaða og lögreglumannanna með þeim afleiðingum að annar lögreglumaðurinn fékk spark í andlitið. Árásarmaðurinn var þá yfirbugaður og vistaður í fangageymslu lögreglunnar í Keflavík.