Öllum par- og raðhúsalóðum í Tjarnarhverfi þegar úthlutað
Samtals 377 lóðum úthlutað á síðustu 2 fundum Umhverfis- og skipulagsráðs
Á fundi Umhverfis og skipulagsráðs í dag, 28. maí, voru 162 lóðaumsóknir afgreiddar, en á síðasta fundi ráðsins voru afgreiddar 215. Samtals eru þetta 377 lóðir, en skv. deiliskipulagi sem samþykkt hefur verið í Tjarnarhverfi er gert ráð fyrir 552 íbúðum, þar af 357 í fjölbýli, 130 í raðhúsum og parhúsum og 65 í einbýlishúsum.
Þannig hefur langflestum lóðum þegar verið úthlutað á þeim eina mánuði sem er síðan lóðirnar voru auglýstar til umsóknar.
Öllum par- og raðhúsalóðum hefur þegar verið úthlutað en enn eru nokkrar einbýlishúsalóðir og lóðir fyrir fjölbýlishús sem hefur ekki verið ráðstafað.
Steinþór Jónsson, formaður Umhverfis- og skipulagsnefndar segir þessa eftirspurn eftir lóðum sýna fram á mikinn uppgang í bænum. „Þessi fjöldi lóðaumsókna hlýtur að vera einsdæmi á SV horninu síðustu ár, en aldrei áður hefur svo mikill fjöldi lóða verið úthlutaður á Reykjanesi á svo skömmum tíma. Það er greinilega mikill uppgangur og jákvæðni í bæjarfélaginu eins og þessi eftirspurn sýnir.“
Steinþór bætti því einnig við að úthlutanirnar dreifast á um 15 verktaka og fjölda einstaklinga þannig að sýnt þykir að um almennan áhuga á uppbyggingu Reykjanesbæjar er að ræða.
„Við munum bregðast við þessari jákvæðu þörf eins fljótt og vel og okkur er er unnt og höfum við þegar verið í sambandi við okkar arkitekta til að kanna frekari stækkun svæðisins til austurs frá núverandi deiliskipulagi sem yrðu þá aðallega hugsaðar fyrir par- og raðhús. Það er skýr stefna bæjaryfirvalda að mæta þeirri þörf sem framtíðin ber í skauti sér og það munum við gera.“
Þesss má einnig geta að allar úthlutanir eru háðar skilmála um að byggingar skuli kláraðar innan þriggja ára, og er slíkt nýmæli í Reykjanesbæ.
Ástæður þessarar miklu eftirspurnar eftir lóðum í Reykjanesbæ eru margþættar, en bygging Akurskóla, sem þegar er hafin, og stækkun leikskólans Holts eru eflaust meðal þeirra stærstu. Þá segir Steinþór að aukin áhersla á umhverfismál í Reykjanesbæ á síðustu árum dragi fólk auk þess sem tvöföldun Reykjanesbrautar og mislæg gatnamót í Tjarnarhverfi hafi án efa sitt að segja. Hugmyndir um um verslun og tengda þjónustu í hverfinu liggur þegar fyrir, en auk þess eru mörg þjónustufyrirtæki þegar staðsett í jaðri hverfisins ss. stórmarkaðurinn Bónus og ýmis þjónusta eins og bílasölur, bensínafgreiðsla og fleira.
Hverfið ber nafn af tjörnunum í Innri Njarðvík sem eru neðan við hverfið og götur bera heiti fugla og tjarna s.s. Álftatjörn, Lómatjörn o. fl.
Í hverfinu er lögð áhersla á líflegt og fallegt umhverfi með margbreytilegu göturými og notkun trjágróðurs. Þá er gert ráð fyrir skemmtilegum göngu- og skólaleiðum og hóflegum hraða bílaumferðar eftir lífæðinni. Í næsta nágrenni er verið að byggja upp svonefndan Víkingaheim, þar sem víkingaskipið Íslendingur verður í forgrunni víkingasögusýningar. Þetta mun tryggja enn meiri áherslu á vandaða og sérstaka umgjörð Tjarnahverfis.
Á myndinni sjást Steinþór Jónsson, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar Viðar Már Aðalsteinsson framkvæmdastjóri Umhverfis og skipulagsráðs og Sigíður Jóna Jóhannesdóttir bæjarfulltrúi og starfsmaður ráðsins virða fyrir sér svæðið.
Á fundi Umhverfis og skipulagsráðs í dag, 28. maí, voru 162 lóðaumsóknir afgreiddar, en á síðasta fundi ráðsins voru afgreiddar 215. Samtals eru þetta 377 lóðir, en skv. deiliskipulagi sem samþykkt hefur verið í Tjarnarhverfi er gert ráð fyrir 552 íbúðum, þar af 357 í fjölbýli, 130 í raðhúsum og parhúsum og 65 í einbýlishúsum.
Þannig hefur langflestum lóðum þegar verið úthlutað á þeim eina mánuði sem er síðan lóðirnar voru auglýstar til umsóknar.
Öllum par- og raðhúsalóðum hefur þegar verið úthlutað en enn eru nokkrar einbýlishúsalóðir og lóðir fyrir fjölbýlishús sem hefur ekki verið ráðstafað.
Steinþór Jónsson, formaður Umhverfis- og skipulagsnefndar segir þessa eftirspurn eftir lóðum sýna fram á mikinn uppgang í bænum. „Þessi fjöldi lóðaumsókna hlýtur að vera einsdæmi á SV horninu síðustu ár, en aldrei áður hefur svo mikill fjöldi lóða verið úthlutaður á Reykjanesi á svo skömmum tíma. Það er greinilega mikill uppgangur og jákvæðni í bæjarfélaginu eins og þessi eftirspurn sýnir.“
Steinþór bætti því einnig við að úthlutanirnar dreifast á um 15 verktaka og fjölda einstaklinga þannig að sýnt þykir að um almennan áhuga á uppbyggingu Reykjanesbæjar er að ræða.
„Við munum bregðast við þessari jákvæðu þörf eins fljótt og vel og okkur er er unnt og höfum við þegar verið í sambandi við okkar arkitekta til að kanna frekari stækkun svæðisins til austurs frá núverandi deiliskipulagi sem yrðu þá aðallega hugsaðar fyrir par- og raðhús. Það er skýr stefna bæjaryfirvalda að mæta þeirri þörf sem framtíðin ber í skauti sér og það munum við gera.“
Þesss má einnig geta að allar úthlutanir eru háðar skilmála um að byggingar skuli kláraðar innan þriggja ára, og er slíkt nýmæli í Reykjanesbæ.
Ástæður þessarar miklu eftirspurnar eftir lóðum í Reykjanesbæ eru margþættar, en bygging Akurskóla, sem þegar er hafin, og stækkun leikskólans Holts eru eflaust meðal þeirra stærstu. Þá segir Steinþór að aukin áhersla á umhverfismál í Reykjanesbæ á síðustu árum dragi fólk auk þess sem tvöföldun Reykjanesbrautar og mislæg gatnamót í Tjarnarhverfi hafi án efa sitt að segja. Hugmyndir um um verslun og tengda þjónustu í hverfinu liggur þegar fyrir, en auk þess eru mörg þjónustufyrirtæki þegar staðsett í jaðri hverfisins ss. stórmarkaðurinn Bónus og ýmis þjónusta eins og bílasölur, bensínafgreiðsla og fleira.
Hverfið ber nafn af tjörnunum í Innri Njarðvík sem eru neðan við hverfið og götur bera heiti fugla og tjarna s.s. Álftatjörn, Lómatjörn o. fl.
Í hverfinu er lögð áhersla á líflegt og fallegt umhverfi með margbreytilegu göturými og notkun trjágróðurs. Þá er gert ráð fyrir skemmtilegum göngu- og skólaleiðum og hóflegum hraða bílaumferðar eftir lífæðinni. Í næsta nágrenni er verið að byggja upp svonefndan Víkingaheim, þar sem víkingaskipið Íslendingur verður í forgrunni víkingasögusýningar. Þetta mun tryggja enn meiri áherslu á vandaða og sérstaka umgjörð Tjarnahverfis.
Á myndinni sjást Steinþór Jónsson, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar Viðar Már Aðalsteinsson framkvæmdastjóri Umhverfis og skipulagsráðs og Sigíður Jóna Jóhannesdóttir bæjarfulltrúi og starfsmaður ráðsins virða fyrir sér svæðið.