Öllum leiðum til Grindavíkur lokað
Í dag (þriðjudag) og næstu daga verður öllum leiðum inn til Grindavíkur lokað öllum nema viðbragðsaðilum og verktökum sem eiga erindi inn á hættusvæðið við Grindavík, segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum.
Lögreglan biður fólk um að vera ekki að fara að gosinu og huga að því að gas sem kemur úr þessu getur verið hættulegt. Vísindafólk þarf nokkra daga til að meta ástandið þarna og endurmetum við í raun stöðuna á hverjum klukkutíma. Við viljum einnig biðja vegfarendur um að virða lokanir og sýna þessum skilning.
Dregið hefur úr krafti gossins en talið er að hraunflæðið þeki um þriggja til fjögurra ferkílómetra svæði.