Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Öllum grunnskólanemendum í Reykjanesbæ boðið í safnfræðslu í Duus
Sunnudagur 9. janúar 2022 kl. 06:48

Öllum grunnskólanemendum í Reykjanesbæ boðið í safnfræðslu í Duus

Fræðslufulltrúi Duus Safnahúsa, sem ráðinn var tímabundið fyrir tilstilli styrkjar úr Barnamenningarsjóði, hefur nú lagt fram fræðsluáætlun sem send hefur verið til allra grunnskóla í Reykjanesbæ. 

Í henni felst að öllum grunnskólanemendum í Reykjanesbæ er á vorönn boðið í safnfræðslu í Duus Safnahúsum, á sýningar Byggðasafns Reykjanesbæjar, Listasafns Reykjanesbæjar og sýningu Reykjanes jarðvangs, og er markmiðið að allir nemendur komi a.m.k. einu sinni í heimsókn. Boðið er upp á fjórar fræðsluleiðir og verður boðið upp á sérstakar rútuferðir fyrir þá skóla sem ekki eru í göngufæri við safnahúsin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar fagnar þessu framtaki og vill undirstrika mikilvægi þess að söfnin hafi yfir að ráða safnkennurum og að nemendum sé gefinn kostur á að nýta sér þann frjóa námsvettvang sem söfn eru.