Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Öllu starfsfólki Já í Reykjanesbæ sagt upp
Fimmtudagur 26. febrúar 2015 kl. 09:43

Öllu starfsfólki Já í Reykjanesbæ sagt upp

Já hefur sagt upp öllu starfsfólki sínu í Reykjanesbæ og mun loka starfsstöðinni þann 1. júní nk. Starfsmönnum fyrirtækisins var tilkynnt um þetta á þriðjudag. Já rekur í dag tvær þjónustustöðvar, eina í Reykjavík og aðra í Reykjanesbæ.

Lilja Hallbjörnsdóttir, þjónustustjóri hjá Já, sagði í samtali við Víkurfréttir að ástæða lokunarinnar í Reykjanesbæ væri breytingar á því umhverfi sem Já starfar í. Þjónustustöðin í Reykjanesbæ sé minni eining en sú í Reykjavík. Um sé að ræða 6-7 stöðugildi. Lilja sagði að Já hafi tilkynnt starfsfólkinu sem nú missir vinnuna að það fái aðstoð við atvinnuleit.



Þjónustuveri Já í Reykjanesbæ. Myndir úr safni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024