Öllu millilandaflugi Flugleiða frestað
Öllu flugi Flugleiða frá Keflavíkurflugvelli hefur verið frestað sökum þess að enn hafa áhafnir og fjöldi farþega ekki komist til Keflavíkurflugvallar. Fluginu hefur verið frestað um hálftíma hið minnsta en möguleiki er á að töfin verði lengri tefjist það enn að koma áhöfnum og farþegum til Keflavíkur.
Flugleiðir höfðu lýst því yfir fyrr í dag að allar áhafnir hefðu verið komnar til Keflavíkur en samkvæmt fréttum Bylgjunnar stenst það ekki. Vísir.is hefur áður greint frá því að Flugleiðir ákváðu að fljúga áhöfnum frá Reykjavík til
Keflavíkurflugvallar en samkvæmt fréttum á vefVíkurfrétta hefur fjöldi farþega verið með í þeim vélum og hafa tvær Fokkerflugvélar lent á Keflavíkurflugvelli. Vísir.is greindi frá.
Flugleiðir höfðu lýst því yfir fyrr í dag að allar áhafnir hefðu verið komnar til Keflavíkur en samkvæmt fréttum Bylgjunnar stenst það ekki. Vísir.is hefur áður greint frá því að Flugleiðir ákváðu að fljúga áhöfnum frá Reykjavík til
Keflavíkurflugvallar en samkvæmt fréttum á vefVíkurfrétta hefur fjöldi farþega verið með í þeim vélum og hafa tvær Fokkerflugvélar lent á Keflavíkurflugvelli. Vísir.is greindi frá.