Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Öll sveitarfélögin samþykkja að hefja flokkun sorps
Mánudagur 31. júlí 2017 kl. 09:54

Öll sveitarfélögin samþykkja að hefja flokkun sorps

Öll sveitarfélögin á Suðurnesjum, eigendur Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja (SS), hafa nú tekið til afgreiðslu tillögu stjórnar SS um að hefja flokkun úrgangs við heimili. 
 
Öll sveitarfélögin hafa samþykkt tillöguna án athugasemda nema bæjarráð Voga, sem leggur jafnframt til að í útboðsgögnum verði gert ráð fyrir þeim möguleika að gera ráð fyrir þriggja tunnu kerfi eða eftir atvikum grenndargám fyrir plastúrgang í stað þriðju tunnunnar. Frá bæjarráði Sandgerðis komu nokkrar spurningar frá umhverfisráði bæjarins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024