Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Öll loforð svikin - segir Samfylkingin
Þriðjudagur 18. maí 2010 kl. 12:36

Öll loforð svikin - segir Samfylkingin

Á stjórnarfundi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ þann 17. maí var eftirfarandi ályktun samþykkt vegna sölu á hlut Geysis Green Energy í HS Orku til Magma Energy:


„Samfylkingin í Reykjanesbæ harmar þá niðurstöðu sem nú er orðin. Nýting jarðhitaréttinda á Reykjanesi er nú að langmestu leyti komin í hendur erlendra aðila. Sala nýtingarréttar auðlindarinnar er minnisvarði um starfshætti meirihluta sjálfstæðismanna undir forystu Árna Sigfússonar í Reykjanesbæ. Öll loforð um að Hitaveita Suðurnesja yrði ekki seld hafa verið svikin þrátt fyrir að 5.500 kjósendur hafi óskað eftir því að HS yrði áfram í eigu Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Bókun meirhluta sjálfstæðismanna sjálfstæðismanna frá 12. júlí 2007 er nú orðin að veruleika. Fyrsta áfanga í einkavæðingu orkufyrirtækja er náð.


Samfylkingin í Reykjanesbæ vill benda á að áður en einkavæðingarferli Hitaveitu Suðurnesja hófst árið 2006 áttu sveitarfélögin á Suðurnesjum bæði land og virkjanir og þau réðu einnig nýtingarréttinum. Það hljómar því hjákátlega þegar talað er um að Reykjanesbær hafi varið auðlindirnar með því að kaupa til baka land sem var í opinberri eigu.“