Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Öll Hrafnistuheimili hafa stöðvað heimsóknir til íbúa
Föstudagur 6. mars 2020 kl. 20:25

Öll Hrafnistuheimili hafa stöðvað heimsóknir til íbúa

Aldrei í 60 ára sögu Hrafnistu hefur viðlíka ákvörðun verið tekin.

Í kvöld var sú ákvörðun tekin af neyðarstjórn Hrafnistuheimilanna að banna allar heimsóknir til íbúa heimilanna átta frá og með morgundegi, 7. mars. Aldrei í 60 ára sögu Hrafnistu hefur viðlíka ákvörðun verið tekin.

Hrafnista starfrækir átta hjúkrunarheimili í fimm sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesbæ. Hjúkrunarrýmin eru um 800 og starfsfólk heimilanna um 1.500. Það er ljóst að ákvörðunin mun hafa bein áhrif á daglegt líf þúsunda Íslendinga, bæði íbúa og ekki síst aðstandenda sem vitja sinna nánustu daglega. Ákvörðin er stjórnendum Hrafnistu þungbær enda ljóst að mörgum er erfitt að fá ekki fá ekki heimsóknir ættingja á sama hátt og það reynist ættingjum íbúa erfitt að fá ekki að fara í heimsókn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024